Erlent

Enn framin mannréttindabrot í Téténíu

Thomas Hammarberg í Téténíu í gær
Thomas Hammarberg í Téténíu í gær AP

Mannréttindaráðherra Evrópuráðsins sakar yfirvöld í Téténíu um að hafa með skipulögðum hætti notað pyntingar til að fá fram játningar við rannsókn glæpa. Ráðherrann, Thomas Hammarberg, er í þriggja daga heimsókn í héraðinu og þar segist hann þegar hafa orðið vitni að merkjum um alvarleg mannréttindabrot.

Téténía er hérað í Rússland, í norðurhluta Kákasus-fjallana með landamæri að Georgíu. Þar hefur verið barist hart undanfarinn áratug og hafa aðskilnaðarsinnar staðið fyrir fjölmörgum voðaverkum í baráttunni. Átökunum virðist þó vera að ljúka og uppbygging er hafinn í héraðinu. Fyrir nokkrum árum var Grosní, höfuðborg héraðsins, lítið annað en rústir einar en í dag er hún hins vegar eitt stórt byggingasvæði.

En þó stríðinu virðist lokið eru enn framin mannréttindabrot í héraðinu. Til að mynda vitnaði Hammarberg um það að hver einasti fangi sem hann hefur hitt að máli segi frá barsmíðum og pyntingum sem þeir hafi orðið fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×