Innlent

Jóhannes spurður út í Thee Viking

Jóhannes Jónsson mætir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag.
Jóhannes Jónsson mætir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. MYND/Sigurjón

Jóhannes Jónsson bar vitni í Baugsmálinu í dag. Jóhannes var spurður út í Viking bátana en hann leit svo á að samningur yrði gerður um eignarhlut í bátunum en af því varð aldrei. Hann sagði mánaðarlegar greiðslur sem fóru til Jóns Geralds Sullenberger hafa verið til að styrkja rekstur Nordica en þær ekki farið í rekstur Thee Viking eins og haldið hefur verið fram.

Á undan Jóhannesi bar Sigfús R. Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Heklu, vitni og sagði hann að félagið Fjárfar hefði verið hálfgert leynifélag. Sigfús kom að félaginu fyrir tilstuðlan endurskoðanda síns, Tryggva Jónssonar, aðstoðarforstjóra Baugs, og heimsótti Thee Viking bátinn ásamt Kaupþingsmönnunum Sigurði Einarssyni og Hreiðari Má Sigurðssyni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×