Stóriðjuframkvæmdir verða stöðvaðar 25. febrúar 2007 14:02 Steingrímur J. var í góðum gír á landsfundi Vinstri grænna. MYND/Anton Brink Vinstri græn vanda ekki ríkisstjórninni kveðjurnar í landsfundarályktun sinni. Talað er um valdahroka og ólýðræðisleg vinnubrögð hennar og að hún hafi ráðists í miklar virkjunarframkvæmdir með geigvænlegum afleiðingum fyrir íslenska náttúru og efnahagslíf, til þess að selja raforku á útsöluverði til erlendra álhringa. Vinstri græn boða betri tíð ef þau komast í ríkisstjórn, og er þar af ýmsu að taka. Frekari stóriðjuframkvæmdir verða stöðvaðar og náttúrunni þannig gefin grið og atvinnulífinu svigrúm til þess að jafna sig eftir þenslu undanfarinna ára. Gjaldtöku verður hætt af öllu grunnskólanámi, allt frá leikskólastigi og komugjöld í heilbrigðiskerfinu verða lögð niður. Launamunur kynjanna verður afnuminn, meðal annars með því að veita Jafnréttisstofu auknar heimildir til eftirlits með fyrirtækjum, og umbuna þeim sem reka virka jafnréttisstefnu. Vinstri græn ætla að byggja upp hátækni- og þekkingargreinar með því að styrkja rannsóknir og nám á háskólastigi um land allt, og efla samkeppnissjóði. Samgöngur verða stórbættar, meðal annars með strandsiglingum. Flokkurinn ætlar að færa þjóðinni Ríkisútvarpið aftur og hlú að gróskumiklu og litríku menningar- og menntalífi. Í utanríkismálum verður mörkuð friðsamleg stefna sem byggist á nýrri nálgun, lýðræðislegri og friðsamlegri alþjóðasamvinnu og félagslegri alþjóðahyggju. Vinstri græn hafna áframhaldandi þjónkun við hernaðarhyggju, eins og þeirri sem birtist í stuðningi stjórnarflokkanna við stríðið í Írak. Innlent Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Sjá meira
Vinstri græn vanda ekki ríkisstjórninni kveðjurnar í landsfundarályktun sinni. Talað er um valdahroka og ólýðræðisleg vinnubrögð hennar og að hún hafi ráðists í miklar virkjunarframkvæmdir með geigvænlegum afleiðingum fyrir íslenska náttúru og efnahagslíf, til þess að selja raforku á útsöluverði til erlendra álhringa. Vinstri græn boða betri tíð ef þau komast í ríkisstjórn, og er þar af ýmsu að taka. Frekari stóriðjuframkvæmdir verða stöðvaðar og náttúrunni þannig gefin grið og atvinnulífinu svigrúm til þess að jafna sig eftir þenslu undanfarinna ára. Gjaldtöku verður hætt af öllu grunnskólanámi, allt frá leikskólastigi og komugjöld í heilbrigðiskerfinu verða lögð niður. Launamunur kynjanna verður afnuminn, meðal annars með því að veita Jafnréttisstofu auknar heimildir til eftirlits með fyrirtækjum, og umbuna þeim sem reka virka jafnréttisstefnu. Vinstri græn ætla að byggja upp hátækni- og þekkingargreinar með því að styrkja rannsóknir og nám á háskólastigi um land allt, og efla samkeppnissjóði. Samgöngur verða stórbættar, meðal annars með strandsiglingum. Flokkurinn ætlar að færa þjóðinni Ríkisútvarpið aftur og hlú að gróskumiklu og litríku menningar- og menntalífi. Í utanríkismálum verður mörkuð friðsamleg stefna sem byggist á nýrri nálgun, lýðræðislegri og friðsamlegri alþjóðasamvinnu og félagslegri alþjóðahyggju. Vinstri græn hafna áframhaldandi þjónkun við hernaðarhyggju, eins og þeirri sem birtist í stuðningi stjórnarflokkanna við stríðið í Írak.
Innlent Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Sjá meira