Erlent

Heimshöfin súrna

Getty Images
Heimshöfin eru farin að súrna vegna aukins magns koltvísýrings í andrúmsloftinu. Áhrif á líf í höfunum gætu orðið hrikaleg. Á næstu 50-100 árum gæti hækkað sýrustig sjávar leyst upp skeljar snigla og minnkað kóralrif tilfinnanlega að sögn vísindamanna við Vísindaþróunarstofnun Bandaríkjanna í San Francisco. Ef fram heldur sem horfir verður hafið súrara en það hefur verið í hundruð þúsunda ára en sýrustig sjávar hefur þegar hækkað um þrjátíu prósent frá iðnbyltingunni fyrir meira en 300 árum. Ef koltvísýringsútblástur fer ekki að minnka gæti hækkunin hinsvegar náð 150 prósentum fyrir næstu aldamót. Þær lífverur sem yrðu fyrir mestum skaða ef hafið súrnar svo mikið eru sem fyrr segir þær sem eru með harða skel eða stoðgrind sem er að mestu úr kalsíumkarbónati, þar á meðal kórallar, sniglar og skelfiskur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×