Sálfræðingur aðstoðar vitni í Baugsmálinu 20. febrúar 2007 18:43 Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur verið vitnum í Baugsmálinu til aðstoðar en ákærðu segja málið hafa reynt mjög á sig. Í dag var dómnum sýndur tölvupóstur frá settum ríkissaksóknara, sem einn af lögmönnum Baugs hafði falsað. Tölvupóstar hafa gengt miklu hlutverki í réttarhöldunum og hafa þeir verið notaðir til að sýna fram á hug manna á þeim tíma sem meint brot í Baugsmálinu áttu sér stað. Jakob Möller verjandi Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, sýndi í dag dómurum í Baugsmálinu tölvupóst frá Sigurði Tómasi Magnússyni, settum ríkissaksóknara, til Tryggva en einn af aðstoðarlögmönnum Baugsmanna falsaði póstinn. Jakob vildi sýna fram á hversu auðvelt er að falsa tölvupósta en nokkrir tölvupóstanna sem lagðir hafa verið fram í málinu fundust aðeins í tölvu Jóns Geralds Sullenberger. Sigurður Tómas ætlar nú að láta fara yfir falsaða póstinn en tók fram að sérfræðingar hefðu metið tölvupóstana sem lagðir voru fram. Almenningsálitið hefur sitt í segja í máli sem þessu. Við upphaf aðalmeðferðar í síðustu viku mættu Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir með Bónus og Hagkaupspoka. Ekki er vitað hvort það hafi verið hluti af einhverri ímyndarherferð en Bónuspoki hefur legið undir borði aðstoðarlögfræðinga Baugsmanna í málinu. Í gær mætti svo Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, í réttarsal. Hann hefur verið Baugsmönnum til aðstoðar og ráðgjafar. Í samtali við fréttastofu sagði Jóhann Ingi að hann hefði unnið ráðgjafastörf fyrir Baug árum saman og þeir sem séu vitni og ákærðir í Baugsmálinu séu í hópi vina hans. "Þetta mál er einnig athyglisvert sálfræðilega enda felur þetta í sér gríðarlegt álag á ákærða og vitni í málinu", segir Jóhann Ingi. Í yfirheyrslum yfir Tryggva Jónssyni, hefur komið fram að handtaka hans í upphafi málsins hafi fengið mjög á hann. Honum var haldið í sólarhring án matar og lét hann saksóknara í gær heyra að menn yrðu að reyna það á eigin skinni að upplifa svo þungbæra reynslu. Fréttir Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur verið vitnum í Baugsmálinu til aðstoðar en ákærðu segja málið hafa reynt mjög á sig. Í dag var dómnum sýndur tölvupóstur frá settum ríkissaksóknara, sem einn af lögmönnum Baugs hafði falsað. Tölvupóstar hafa gengt miklu hlutverki í réttarhöldunum og hafa þeir verið notaðir til að sýna fram á hug manna á þeim tíma sem meint brot í Baugsmálinu áttu sér stað. Jakob Möller verjandi Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, sýndi í dag dómurum í Baugsmálinu tölvupóst frá Sigurði Tómasi Magnússyni, settum ríkissaksóknara, til Tryggva en einn af aðstoðarlögmönnum Baugsmanna falsaði póstinn. Jakob vildi sýna fram á hversu auðvelt er að falsa tölvupósta en nokkrir tölvupóstanna sem lagðir hafa verið fram í málinu fundust aðeins í tölvu Jóns Geralds Sullenberger. Sigurður Tómas ætlar nú að láta fara yfir falsaða póstinn en tók fram að sérfræðingar hefðu metið tölvupóstana sem lagðir voru fram. Almenningsálitið hefur sitt í segja í máli sem þessu. Við upphaf aðalmeðferðar í síðustu viku mættu Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir með Bónus og Hagkaupspoka. Ekki er vitað hvort það hafi verið hluti af einhverri ímyndarherferð en Bónuspoki hefur legið undir borði aðstoðarlögfræðinga Baugsmanna í málinu. Í gær mætti svo Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, í réttarsal. Hann hefur verið Baugsmönnum til aðstoðar og ráðgjafar. Í samtali við fréttastofu sagði Jóhann Ingi að hann hefði unnið ráðgjafastörf fyrir Baug árum saman og þeir sem séu vitni og ákærðir í Baugsmálinu séu í hópi vina hans. "Þetta mál er einnig athyglisvert sálfræðilega enda felur þetta í sér gríðarlegt álag á ákærða og vitni í málinu", segir Jóhann Ingi. Í yfirheyrslum yfir Tryggva Jónssyni, hefur komið fram að handtaka hans í upphafi málsins hafi fengið mjög á hann. Honum var haldið í sólarhring án matar og lét hann saksóknara í gær heyra að menn yrðu að reyna það á eigin skinni að upplifa svo þungbæra reynslu.
Fréttir Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira