Erlent

10 ára fangelsi fyrir að misnota dætur sínar

Fyrir utan réttarsalinn í Tönder
Fyrir utan réttarsalinn í Tönder MYND/Nyhedsavisen

Danskur maður á fimmtugsaldri var dæmdur í tíu ára fangelsi í Tönder á Suður-Jótlandi í dag fyrir að hafa misnotað tvær dætur sínar kynferðislega og neytt þá eldri í vændi. Danir eru slegnir vegna málsins sem hefur vakið mikinn óhug þar í landi. Maðurinn er sagður hafa tilheyrt hópi djöfladýrkenda.

Hann var handtekinn í ágúst 2005 eftir að lögreglu barst nafnlaus ábending. Hann hafði þá auglýst dóttur sína í blöðum og á netinu. Fjórtán menn hafa verið dæmdir í allt að sex ára fangelsi fyrir að hafa misnotað stúlkuna. Móðir hennar hefur verið vistuð á geðsjúkrahúsi en ekki er vitað hvort hún átti þátt í ódæðunum. Réttargæslumaður stúlknanna segir þeim líða vel eftir atvikum. Þær hafi fengið áfallahjálp og sálfræðimeðferð síðasta eitt og hálft ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×