Erlent

Sorphirðuverkfall breiðist út um Danmörku

Sorphirðumenn í meðal annars Kaupmannahöfn, Óðinsvéum og Kolding lögðu í dag niður vinnu til að styðja starfsbræður sína í Árósum sem verið hafa í verkfalli í á þriðju viku vegna óánægju með kjör sín. Sorphirðumennirnir í Árósum felldu í morgun samkomulag sem trúnaðarmenn höfðu náð í gærkvöld við vinnuveitendur þeirra eftir langan fund.

Haft er eftir yfirmanni sorphirðufyrirtækis í Kaupmannahöfn á vef Berlingske Tidende að hann eigi ekki von á því að deilurnar vari lengi og því þurfi Kaupmannahafnarbúar ekki að óttast að drukkna í rusli. Hins vegar er óvíst með sorphirðumennina í Árósum og sorphirðu þar í borg en hugsanlegt er að starfsmenn í fleiri bæjum í Danmörku grípi til samúðarverkfalls með þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×