Neitaði ásökunum um bókhaldsbrot 19. febrúar 2007 13:35 Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, ásamt lögmanni sínum, Jakobi Möller. MYND/GVA Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, sem var aðstoðarforstjóri Baugs á árunum 1998-2002, hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar svaraði Tryggvi fyrir meint bókhaldsbrot sem kveðið er á um í 11.-13. og 17. ákærulið endurákærunnar í Baugsmálinu. Hann neitaði sök. Í morgun var Tryggvi meðal annars spurður út í ellefta til þrettánda liði ákærunnar. Þar er þeim Tryggva og Jóni Ásgeiri gefið að sök að hafa framið meiri háttar bókhaldsbrot, meðal annars að hafa búið til gögn sem ekki áttu sér stoð í bókhaldinu. Þannig hafi bókhald fyrirtækisins gefið ranga mynd af stöðu þess. Hluthafar og aðrir hafi því ekki vitað um raunverulega stöðu fyrirtækisins. Tryggvi neitaði öllu og sagði skýringar vera til staðar. Á sínum tíma hefðu verið valdar leiðir sem þeir töldu réttar en hægt væri að vera vitur eftir á og sjá að aðrar leiðir hefði kannski átt að fara. Meðal annars er um að ræða ákveðna þóknun sem Baugur fékk frá Kaupþingi vegna sölu hlutabréfa. Þóknunin var sett í bókhald Baugs en hún skilaði sér þó ekki til fyrirtækisins. Einnig var fjallað um sautjánda lið ákærunnar. Þar er þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök að hafa gert tilhæfislausar færslur vegna viðskipta með hlutabréf. Viðskiptin snúast um kaupréttarsamninga sem gerðir voru við þá Jón Ásgeir, Tryggva og Óskar Magnússon við stofnun fyrirtækisins. Bréfin fóru í gengum reiking hjá Kaupþingi í Lúxemborg og sagði Tryggvi það meðal annars hafa stafað af lítilli þekkingu á slíkum samningum hér á landi á þeim tíma enda hafi þetta líklega verið einn fyrsti kaupréttarsamningur sem gerður var á Íslandi. Verðmæti bréfanna á sínum tíma nam yfir þrjú hundurð milljónum króna. Því er haldið fram að samningunum hafi verið haldið leyndum og ekki getið um þá í ársreikningum. Tryggvi benti þó á að á sínum tíma hafi reglur Kauphallar Íslands ekki kveðið á um að það þyrfti. Búist er við að lokið verði við yfirheyrslur yfir Tryggva á miðvikudaginn. Á fimmtudaginn mætir svo Jón Gerald Sullenberger, þriðji sakborningurinn í málinu í yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Baugsmálið Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Sjá meira
Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, sem var aðstoðarforstjóri Baugs á árunum 1998-2002, hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar svaraði Tryggvi fyrir meint bókhaldsbrot sem kveðið er á um í 11.-13. og 17. ákærulið endurákærunnar í Baugsmálinu. Hann neitaði sök. Í morgun var Tryggvi meðal annars spurður út í ellefta til þrettánda liði ákærunnar. Þar er þeim Tryggva og Jóni Ásgeiri gefið að sök að hafa framið meiri háttar bókhaldsbrot, meðal annars að hafa búið til gögn sem ekki áttu sér stoð í bókhaldinu. Þannig hafi bókhald fyrirtækisins gefið ranga mynd af stöðu þess. Hluthafar og aðrir hafi því ekki vitað um raunverulega stöðu fyrirtækisins. Tryggvi neitaði öllu og sagði skýringar vera til staðar. Á sínum tíma hefðu verið valdar leiðir sem þeir töldu réttar en hægt væri að vera vitur eftir á og sjá að aðrar leiðir hefði kannski átt að fara. Meðal annars er um að ræða ákveðna þóknun sem Baugur fékk frá Kaupþingi vegna sölu hlutabréfa. Þóknunin var sett í bókhald Baugs en hún skilaði sér þó ekki til fyrirtækisins. Einnig var fjallað um sautjánda lið ákærunnar. Þar er þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök að hafa gert tilhæfislausar færslur vegna viðskipta með hlutabréf. Viðskiptin snúast um kaupréttarsamninga sem gerðir voru við þá Jón Ásgeir, Tryggva og Óskar Magnússon við stofnun fyrirtækisins. Bréfin fóru í gengum reiking hjá Kaupþingi í Lúxemborg og sagði Tryggvi það meðal annars hafa stafað af lítilli þekkingu á slíkum samningum hér á landi á þeim tíma enda hafi þetta líklega verið einn fyrsti kaupréttarsamningur sem gerður var á Íslandi. Verðmæti bréfanna á sínum tíma nam yfir þrjú hundurð milljónum króna. Því er haldið fram að samningunum hafi verið haldið leyndum og ekki getið um þá í ársreikningum. Tryggvi benti þó á að á sínum tíma hafi reglur Kauphallar Íslands ekki kveðið á um að það þyrfti. Búist er við að lokið verði við yfirheyrslur yfir Tryggva á miðvikudaginn. Á fimmtudaginn mætir svo Jón Gerald Sullenberger, þriðji sakborningurinn í málinu í yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Baugsmálið Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Sjá meira