Erlent

Ástandið versnar í Tsjad

GettyImages

Svo virðist sem átökin í Darfur-héraði í Súdan séu að breiðast til nágrannalandsins Tsjad og liggur við neyðarástandi í landinu vegna ofbeldis og hungursneyðar. Utanríkisráðherra landsins segir neyðarfund sem halda á í dag með fulltrúum Tsjad, Súdan og Miðafríkulýðveldisins algjörlega gagnslausan.

Fundurinn fer fram í Cannes í Frakklandi og miðlar Jaques Chirac forseti Frakklands málum. Fundurinn er hluti af Frakklands-Afríku ráðstefnunni sem hófst í morgun í 24. skipti. Allar þjóðir Afríku eiga aðild að ráðstefnunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×