Erlent

Írak lokar landamærum

AP

Írak hefur lokað landamærum sínum að Íran og Sýrlandi en það er liður í herferð gegn uppresinarmönnum í landinu og ætlað til þess að hamla flæði vopna inn í landið. Landamærin verða lokuð í minnst þrjá sólarhringa.

George Bush Bandaríkjaforseti sagðist í gær sannfærður um að Íransstjórn sæi uppreisnarmönnum í Írak fyrir vopnum, hann gæti þó ekki sannað það. Bush áætlar að senda 24 þúsund hermenn til viðbótar til Írak en fyrir fulltrúadeild þingsins liggur tillaga um að það verði ekki gert, sú tillaga yrði ekki bindandi, en verður að líkindum samþykkt og yrði það áfall fyrir stefnu Bush í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×