Erlent

Lögreglumaður laminn illa

Frá átökum lögreglumanna og mótmælenda á Nørrebro fyrr í vetur
Frá átökum lögreglumanna og mótmælenda á Nørrebro fyrr í vetur

Lögreglumaður á leið heim af vakt var sleginn í götuna og barinn sundur og saman af hópi ungmenna í Nørrebro-hverfinu í Kaupmannahöfn í nótt. Maðurinn var að hjóla niður Rantzausgade þegar tveir bílar óku fyrir hann, út úr honum stigu nokkur ungmenni og hófu barsmíðarnar.

Maðurinn náði að gera félögum sínum í lögreglunni viðvart en árásarmennirnir voru á bak og burt þegar þeir komu á vettvang. Að sögn lögreglu í Kaupmannahöfn er ekki líklegt að árásarmennirnir hafi vitað að þeir væru að ráðast á lögregluþjón, það gildi þó einu, hart verði tekið á árásinni sem var með öllu tilhæfulaus. Glæpatíðni er há í þessu hverfi Kaupmannahafnar. Ekstra bladet greinir frá þessu á vefsíðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×