Spenna á milli saksóknara og Jóns Ásgeirs í morgun 13. febrúar 2007 12:50 Hugsanlegt er að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, komi aftur til skýrslutöku í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag þar sem útlit er fyrir að yfirheyrslum yfir honum ljúki ekki á morgun eins og til stóð. Töluverð spenna hefur einkennt samskipti hans og setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar, við yfirheyrslur vegna meintra bókhaldsbrota í morgun. Fram kom í máli Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, í morgun að mikilvægt væri að yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri yrði lokið á morgun þar sem hann ætti erindi til útlanda á fimmtudag og gæti þá ekki verið viðstaddur. Var þegar ákveðið að fresta fyrirhuguðu dómsfríi eftir hádegi á morgun til að halda yfirheyrslunum áfram og reyna að ljúka þeim. Hins vegar urðu tafir á störfum dómsins í morgun þegar deilt var um það hvort Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu í málinu, mætti sitja í dómssal á með yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri stæðu yfir. Fór svo að Arngrímur Ísberg, formaður dómsins, ákvað að Jón Gerald skyldi fara út. Hóf Gestur Jónsson í kjölfarið að spyrja skjólstæðing sinn, Jón Ásgeir, út í ákæruliði 2-9 sem snúa að meintum ólöglegum lánum Baugs til Gaums, Fjárfars og Kristínar Jóhannesdóttur sem Jóni Ásgeiri er gefið að sök að hafa hlutast til um. Að spurningum Gests loknum tók Sigurður Tómas Magnússon við og hóf að yfirheyra Jón Ásgeir vegna 3. og 4. kafla ákærunnar en þar eru Jón Ásgeir, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, Jón Gerald Sullenberger ákærðir. Jón og Tryggvi fyrir meiri háttar bókhaldsbrot í samtals níu liðum og Jón Gerald fyrir aðstoð samkvæmt einum ákærulið. Sigurður Tómas tók fyrst fyrir 17. ákærulið þar sem Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa rangfært bókhald Baugs með því meðal annar aðs mynda tilhæfulausa skuld Kaupþings hf. í bókhaldi Baugs vegna hlutabréfa í Baugi sem stjórnendur Baugs hafi svo síðar ráðstafað, meðal annars til kaupréttarsamninga sinna. Sigurður Tómas spurði fjölmargra spurninga sem sneru að ákæruliðnum og annarra sem bæði Jón Ásgeir og verjandi hans sögðust ekki tengjast ákærunni neitt. Við ýmsum spurningunum sagðist Jón Ásgeir ekki vita svar en vísaði á Tryggva Jónsson í öðrum og fannst Sigurði Tómasi erfitt að fá svör við ýmsum spurningum „Eru þessar skýringar ákærða ekki orðnar snúnar?" spurði Sigurður Tómas en þá svaraði Jón Ásgeir: „Eru þessar spurningar saksóknara ekki orðnar dálítið snúnar?" Yfirheyrslum Sigurðar Tómasar vegna 17. ákæruliðar lauk laust fyrir hádegi en fram kom í máli hans að yfirferð þriðja kafla ákærunnar lyki ekki í dag. Er því rætt um hvort Jón Ásgeir geti komið aftur fyrir dóminn á föstudag þar sem ólíklegt er talið að yfirheyrslum yfir honum ljúki á morgun. Fréttir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Hugsanlegt er að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, komi aftur til skýrslutöku í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag þar sem útlit er fyrir að yfirheyrslum yfir honum ljúki ekki á morgun eins og til stóð. Töluverð spenna hefur einkennt samskipti hans og setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar, við yfirheyrslur vegna meintra bókhaldsbrota í morgun. Fram kom í máli Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, í morgun að mikilvægt væri að yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri yrði lokið á morgun þar sem hann ætti erindi til útlanda á fimmtudag og gæti þá ekki verið viðstaddur. Var þegar ákveðið að fresta fyrirhuguðu dómsfríi eftir hádegi á morgun til að halda yfirheyrslunum áfram og reyna að ljúka þeim. Hins vegar urðu tafir á störfum dómsins í morgun þegar deilt var um það hvort Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu í málinu, mætti sitja í dómssal á með yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri stæðu yfir. Fór svo að Arngrímur Ísberg, formaður dómsins, ákvað að Jón Gerald skyldi fara út. Hóf Gestur Jónsson í kjölfarið að spyrja skjólstæðing sinn, Jón Ásgeir, út í ákæruliði 2-9 sem snúa að meintum ólöglegum lánum Baugs til Gaums, Fjárfars og Kristínar Jóhannesdóttur sem Jóni Ásgeiri er gefið að sök að hafa hlutast til um. Að spurningum Gests loknum tók Sigurður Tómas Magnússon við og hóf að yfirheyra Jón Ásgeir vegna 3. og 4. kafla ákærunnar en þar eru Jón Ásgeir, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, Jón Gerald Sullenberger ákærðir. Jón og Tryggvi fyrir meiri háttar bókhaldsbrot í samtals níu liðum og Jón Gerald fyrir aðstoð samkvæmt einum ákærulið. Sigurður Tómas tók fyrst fyrir 17. ákærulið þar sem Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa rangfært bókhald Baugs með því meðal annar aðs mynda tilhæfulausa skuld Kaupþings hf. í bókhaldi Baugs vegna hlutabréfa í Baugi sem stjórnendur Baugs hafi svo síðar ráðstafað, meðal annars til kaupréttarsamninga sinna. Sigurður Tómas spurði fjölmargra spurninga sem sneru að ákæruliðnum og annarra sem bæði Jón Ásgeir og verjandi hans sögðust ekki tengjast ákærunni neitt. Við ýmsum spurningunum sagðist Jón Ásgeir ekki vita svar en vísaði á Tryggva Jónsson í öðrum og fannst Sigurði Tómasi erfitt að fá svör við ýmsum spurningum „Eru þessar skýringar ákærða ekki orðnar snúnar?" spurði Sigurður Tómas en þá svaraði Jón Ásgeir: „Eru þessar spurningar saksóknara ekki orðnar dálítið snúnar?" Yfirheyrslum Sigurðar Tómasar vegna 17. ákæruliðar lauk laust fyrir hádegi en fram kom í máli hans að yfirferð þriðja kafla ákærunnar lyki ekki í dag. Er því rætt um hvort Jón Ásgeir geti komið aftur fyrir dóminn á föstudag þar sem ólíklegt er talið að yfirheyrslum yfir honum ljúki á morgun.
Fréttir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira