Erlent

„Íranir eru á móti þróun kjarnavopna“

Getty Images

Íranir eru á móti allri þróun kjarnavopna og eru alltaf tilbúnir til viðræðna um kjarnorkuáætlun sína sem er friðsamleg. Þetta sagði Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í morgun.

Spennan hefur magnast undanfarnar vikur á milli Bandaríkjanna og Íran en Bush-stjórnin sakar klerkastjórnina í Íran um að aðstoða uppreinsarhópa í Írak og segir þá reyna að koma upp kjarnavopnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×