Erlent

Byssumaður banaði fimm

Byssumaður skaut fimm manns til bana í verslanamiðstöð í Utah-ríki í Bandaríkjunum í gær. Hann féll svo sjálfur, en ekki er vitað enn hvort það var fyrir eigin hendi eða byssukúlum lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann.

Þrír til viðbótar særðust í árásinni og er einn þeirra enn í lífshættu. Maðurinn skaut handahófskennt á vegfarendur með haglabyssu. Vitni segja að maðurinn hafi skotið minnst tuttugu skotum inni í verslanamiðstöðinni. Ekki er vitað hvað manninum gekk til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×