Erlent

Obama svarar fyrir sig

Barack Obama
Barack Obama AP

Barack Obama sem sækist eftir útnefningu demókrata fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum svarar John Howard forsætisráðherra fullum hálsi, en Howard sagði í gær að Obama væri draumaforseti Al Kaída og að loforð hans um að draga herlið Bandaríkjanna frá Írak væri loforð um að færa hryðjuverkamönnum sigur í stríðinu á silfurfati.

Obama segir það ekkert nema hrós að einn einarðasti stuðningsmaður George Bush ráðist á sig strax daginn eftir yfirlýsingu um forsetaframboð. Þá sagði Obama að ef Howard hefði raunverulegan áhuga á að taka þátt í stríðsrekstri í Írak ætti hann að senda þangað 20 þúsund hermenn, en Ástralir eru nú með 1.400 hermenn þar í landi, annað væri stuðningur við stríðið í orði en ekki á borði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×