Erlent

Lögregla á hælum Zupljanin

Lögregla í Bosníu réðist í morgun á heimili og vinnustað serbnesks bankastarfsmanns sem er grunaður um að hafa aðstoðað Stojan Zupljanin, grunaðan stríðsglæpamann, að felast. Zupljanin er einn sex Serba sem er eftirlýstur af Sameinuðu þjóðunum fyrir stríðsglæpi. Hann var ákærður árið 1999 fyrir glæpi gegn múslimum og Króötum í vesturhluta Bosníu í stríðinu 1992-95.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×