Erlent

100 kosningaloforð

AP

Segolene Royal frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum í Frakklandi lofar hærri lágmarkslaunum og byggingu fjölmargra ódýrra íbúða nái hún kjöri. Royal kynnti stefnuskrá sína í gær, þar sem hún tiltekur 100 kosningaloforð sem flest snúast um að styrkja velferðarkerfi landsins. Royal reynir nú hvað hún getur til að saxa á forskot Nikolas Sarkozy frambjóðanda hægrimanna sem hefur naumt forskot. Fyrri umferð kosninganna fer fram í apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×