Beckham verður með Real á morgun 9. febrúar 2007 12:08 David Beckham er kominn inn í myndina hjá Real Madrid á ný. MYND/Getty David Beckham hefur verið kallaður aftur inn í leikmannahóp Real Madrid fyrir leikinn gegn Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni á morgun. Gengi Real hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikur og hefur þjálfarinn Fabio Capello nú látið undan gríðarlegum þrýstingi um að gefa Beckham tækifæri á ný. Beckham hafði lýst því yfir í morgun að hann þráði ekkert heitar en að spila á ný fyrir Real Madrid og hjálpa liði sínu að vinna sig úr mótlætinu sem það hefur mátt þola síðustu vikur. Beckham segist líða illa vegna ástandsins. "Mér líður illa. Mig langar að hjálpa liðinu og þrái ekkert heitar en að spila," sagði Beckham í samtali við spænska dagblaðið Marca í gær. Fyrr í vikunni höfðu Raul og Guti, leikmenn Real, lýst yfir stuðningi við Beckham og skorað á þjálfara sinn Fabio Capello að taka Beckham úr kuldanum og gefa honum tækifæri til að spila, en sem kunnugt er hafði Capello lýst því yfir að Beckham hefði spilað sinn síðasta leik í kjölfarið á að hafa skrifað undir samning við LA Galaxy í Bandaríkjunum. Beckham sagði við Marca að hann væri þeim Guti og Raul afar þakklátur. "Það var fallegt af þeim að gera þetta," sagði Beckham á hlaupum, en hann vill tjá sig sem minnst við spænska fjölmiðla þrátt fyrir gríðarlegan ágang þeirra. Líklegt er að Beckham þurfi að sætta sig við að byrja á varamannabekknum í leiknum á morgun þar sem honum skortir líklega nokkuð upp á leikformið. Leikur Real Sociedad og Real Madrid verður í beinni útsendingu á Sýn á morgun og hefst kl. 19:00. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira
David Beckham hefur verið kallaður aftur inn í leikmannahóp Real Madrid fyrir leikinn gegn Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni á morgun. Gengi Real hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikur og hefur þjálfarinn Fabio Capello nú látið undan gríðarlegum þrýstingi um að gefa Beckham tækifæri á ný. Beckham hafði lýst því yfir í morgun að hann þráði ekkert heitar en að spila á ný fyrir Real Madrid og hjálpa liði sínu að vinna sig úr mótlætinu sem það hefur mátt þola síðustu vikur. Beckham segist líða illa vegna ástandsins. "Mér líður illa. Mig langar að hjálpa liðinu og þrái ekkert heitar en að spila," sagði Beckham í samtali við spænska dagblaðið Marca í gær. Fyrr í vikunni höfðu Raul og Guti, leikmenn Real, lýst yfir stuðningi við Beckham og skorað á þjálfara sinn Fabio Capello að taka Beckham úr kuldanum og gefa honum tækifæri til að spila, en sem kunnugt er hafði Capello lýst því yfir að Beckham hefði spilað sinn síðasta leik í kjölfarið á að hafa skrifað undir samning við LA Galaxy í Bandaríkjunum. Beckham sagði við Marca að hann væri þeim Guti og Raul afar þakklátur. "Það var fallegt af þeim að gera þetta," sagði Beckham á hlaupum, en hann vill tjá sig sem minnst við spænska fjölmiðla þrátt fyrir gríðarlegan ágang þeirra. Líklegt er að Beckham þurfi að sætta sig við að byrja á varamannabekknum í leiknum á morgun þar sem honum skortir líklega nokkuð upp á leikformið. Leikur Real Sociedad og Real Madrid verður í beinni útsendingu á Sýn á morgun og hefst kl. 19:00.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira