Erlent

Viðurkenndi að hafa myrt Palme í bréfi til kærustu sinnar

Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar.
Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar.

Christer Pettersson, sem grunaður var um að hafa myrt Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, viðurkenndi fyrir leynilegri kærustu sinni að hann hefði drepið forsætisráðherrann. Frá þessu greinir sænska blaðið Aftonbladet og vitnar í bréf sem Petterson skrifaði til kærustunnar.

Petterson var ákærður fyrir morðið en sýknaður þrátt fyrir að Lisbet Palme, eiginkona Olofs, hefði sagst hafa horfst í augu við Pettersson kvöldið örlagaríka þegar Palme var skotinn fyrir utan kvikmyndahús í Stokkhólmi í febrúar árið 1986. Petterson lést fyrir tveimur árum en hafði ætlað að hitta blaðamann Aftonbladet vegna málsins skömmu fyrir dauða sinn. Af fundi þeirra varð ekki og því bað hann kærustu sína að koma bréfinu til blaðamannsins sem greindi frá þessu nú um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×