Erlent

Fólk hvatt til að slökkva ljósin í kvöld vegna loftslagsbreytinga

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu gerðu svipaða tilraun í haust þegar hvatt var til að slökk yrði á öllum ljósum á svæðinu.
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu gerðu svipaða tilraun í haust þegar hvatt var til að slökk yrði á öllum ljósum á svæðinu. MYND/Anton Brink

Íbúar í heiminum öllum eru hvattir til að slökkva á öllum ljósum og rafmagnstækjum í fimm mínútur í kvöld í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Það eru ýmis umhverfisverndarsamtök sem standa fyrir þessum táknræna viðburði og vilja með þessu vekja umheiminn til umhugsunar um loftslagsbreytingarnar og hversu mikilli orku er sóað á hverjum degi.

Um leið er ætlunin að hvetja stjórnvöld í hverju landi til þess að setja loftslagsmálin á oddinn. Eru íbúar í öllum löndum heims hvattir til að slökkva á ljósum og rafmagnstækjum á mill 19.55 og 20 í kvöld í hverju landi.

Tímasetningin er engin tilviljun því á morgun hefst loftslagsráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna í París þar sem niðurstöður skýrslu loftlagsnefndar samtakanna verða kynntar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×