Baugsmenn sýknaðir 25. janúar 2007 19:14 Það urðu tímamót í Baugsmálinu í dag þegar Hæstiréttur sýknaði sakborningana í Baugsmálinu, þau Jón Ásgeir Jóhannesson - systur hans Kristínu og endurskoðendurna Stefán Hilmarsson og Önnu Þórðardóttur. Hinu upprunalega Baugsmáli er því í raun lokið en málið er búið að fara allt í tvo hringi í íslenska dómskerfinu, en málið hófst með húsleit í ágúst 2002. Ákæruliðirnir voru upphaflega 40 talsins. Öllum þessum ákærum var vísað frá héraðsdómi í fyrstu umferð - án efnismeðferðar. Þeim úrskurði var vísað til Hæstaréttar sem henti 32 liðum af 40 í ruslið en sendi átta ákæruliði til efnismeðferðar í héraðsdómi. Þar var sýknað í öllum liðum. Settur saksóknari ákvað að áfrýja 6 af þeim til Hæstaréttar og nú loks kemur sýknudómur í þessu hringferli - fullnaðarsýkna á öllum póstum. En málið er ekki búið. Saksóknari ákvað að endurákæra í 19 liðum af þeim sem Hæstiréttur sendi í ruslafötuna. Þar er Baugsmál númer 2. Málflutningur verður í því máli nú í næsta mánuði en veigamesta ákæruliðnum, þ.e. þeim sem snýr að meintum svikum Jóns Ásgeirs vegna millikaupa hans á 10-11 verslununum var vísað frá dómi í sumar. Niðurstaðan í dag kann að hafa áhrif á þann málarekstur sem eftir er að mati bæði Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs og Sigurðar Tómas Magnússonar, setts saksóknara í Baugsmálinu. En Baugsmál númer 2 verður ekki lokakaflinn í þessari löngu sögu því að til rannsóknar eru meint skattalagabrot Baugsmanna - sem ef til vill má kalla Baugsmál 3, en nýjasti snúningur þess máls er að Harlaldur Johannesen ríkislögreglustjóri var í fyrradag úrskurðaður vanhæfur til að koma að því vegna fyrri yfirlýsinga sem tengjast máli sömu aðila. Þegar málflutningur var í Hæstarétti í því máli sem lauk í dag líkti Sigurður Tómas, saksóknari, Jóni Ásgeir Jóhannesyni við fjósamann sem stæli mjólkinni úr kúnnum sem honum væri treyst fyrir. Í yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri í dag segir að Sigurður Tómas sé hinn eiginlegi fjósamaður. Orðrétt segir "hann situr í forinni sem þeir Haraldur Johannessen og Jón H B Snorrason skyldu eftir sig, þegar þeir hrökkluðust frá málinu." Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
Það urðu tímamót í Baugsmálinu í dag þegar Hæstiréttur sýknaði sakborningana í Baugsmálinu, þau Jón Ásgeir Jóhannesson - systur hans Kristínu og endurskoðendurna Stefán Hilmarsson og Önnu Þórðardóttur. Hinu upprunalega Baugsmáli er því í raun lokið en málið er búið að fara allt í tvo hringi í íslenska dómskerfinu, en málið hófst með húsleit í ágúst 2002. Ákæruliðirnir voru upphaflega 40 talsins. Öllum þessum ákærum var vísað frá héraðsdómi í fyrstu umferð - án efnismeðferðar. Þeim úrskurði var vísað til Hæstaréttar sem henti 32 liðum af 40 í ruslið en sendi átta ákæruliði til efnismeðferðar í héraðsdómi. Þar var sýknað í öllum liðum. Settur saksóknari ákvað að áfrýja 6 af þeim til Hæstaréttar og nú loks kemur sýknudómur í þessu hringferli - fullnaðarsýkna á öllum póstum. En málið er ekki búið. Saksóknari ákvað að endurákæra í 19 liðum af þeim sem Hæstiréttur sendi í ruslafötuna. Þar er Baugsmál númer 2. Málflutningur verður í því máli nú í næsta mánuði en veigamesta ákæruliðnum, þ.e. þeim sem snýr að meintum svikum Jóns Ásgeirs vegna millikaupa hans á 10-11 verslununum var vísað frá dómi í sumar. Niðurstaðan í dag kann að hafa áhrif á þann málarekstur sem eftir er að mati bæði Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs og Sigurðar Tómas Magnússonar, setts saksóknara í Baugsmálinu. En Baugsmál númer 2 verður ekki lokakaflinn í þessari löngu sögu því að til rannsóknar eru meint skattalagabrot Baugsmanna - sem ef til vill má kalla Baugsmál 3, en nýjasti snúningur þess máls er að Harlaldur Johannesen ríkislögreglustjóri var í fyrradag úrskurðaður vanhæfur til að koma að því vegna fyrri yfirlýsinga sem tengjast máli sömu aðila. Þegar málflutningur var í Hæstarétti í því máli sem lauk í dag líkti Sigurður Tómas, saksóknari, Jóni Ásgeir Jóhannesyni við fjósamann sem stæli mjólkinni úr kúnnum sem honum væri treyst fyrir. Í yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri í dag segir að Sigurður Tómas sé hinn eiginlegi fjósamaður. Orðrétt segir "hann situr í forinni sem þeir Haraldur Johannessen og Jón H B Snorrason skyldu eftir sig, þegar þeir hrökkluðust frá málinu."
Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira