Erlent

Vínræktarhéraðið Skandinavía

Hver veit nema Danir taki upp þessa iðju í framtíðinni?
Hver veit nema Danir taki upp þessa iðju í framtíðinni? MYND/AFP Getty images

Danmörk og Svíþjóð verða eitt besta hvítvínssvæði í heimi í framtíðinni þegar andrúmsloftið hlýnar. Þetta er álit vínsérfræðinga og loftslagsfræðinga sem Los Angeles Times spurði álits. Þá verður Þýskaland eitt virtasta rauðvínsland heims.

Að mati sérfræðinganna skyldi maður ekki fjárfesta í vínekrum á Suður-Frakklandi, Spáni eða í Kaliforníu, né heldur í Ástralíu. Þau svæði munu líklega verða svo heit að vínviður vaxi illa eða ekki þar.

Síðustu níu ár hafa verið meðal 25 hlýjustu ára sem nokkru sinni hafa mælst í Bandaríkjunum og árið 2005 var heitasta ár síðan mælingar hófust. Sömu sögu er að segja í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×