Erlent

Flugræningi með AK47 riffil

AK 47 riffill myndi ekki komast í gegnum öryggiseftirlit í Leifsstöð.
AK 47 riffill myndi ekki komast í gegnum öryggiseftirlit í Leifsstöð. MYND/af netinu

Súdanskur flugræningi sem rændi farþegavél, sem lagði upp frá Kartúm í Súdan í morgun hefur gefist upp og beðist hælis í franska sendiráðinu í Tsjad. Flugræninginn var ekki með nein haganlega gerð smávopn eða vel falda sprengju til að ógna áhöfninni, heldur AK47 hríðskotariffil. 103 voru um borð í vélinni sem er af gerðinni Boeing 737.

 

Ekki er ljóst hvernig ræninginn náði að smygla rifflinum, sem er engin smásmíði, um borð í flugvélina. Reuters-fréttastofan tekur hins vegar fram að öryggisgæsla sé oft á tíðum mjög slök á súdönskum flugvöllum, sérstaklega í innanlandsflugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×