Erlent

Hundabjór kominn á markaðinn

MYND/VG

Umhyggjusamir hundaeigendur sem vilja gera vel við besta vininn geta nú hellt bjór í drykkjarskálina við hátíðleg tækifæri. Eigandi hollenskrar gæludýrabúðar hefur þróað sérstakan hundabjór úr kjötseyði og malti, sem kom á markaðinn í síðustu viku. Drykkurinn er sérhannaður fyrir dýrin, áfengislaus og goslaus.

Þetta verður þó enginn hversdagsdrykkur, enda fjórum sinnum dýrari en venjulegur bjór en sumum bareigendum í Amsterdam líst engu að síður hreint ekki illa á hugmyndina að bjóða bestu vinunum, manni og hundi, báðum upp á drykk við sitt hæfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×