Erlent

Afturhvarf til kalda stríðsins?

Rússneskur hershöfðingi sagði í dag að ákvörðun Bandaríkjamanna að setja upp eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi gæti verið túlkuð sem hótun við yfirvöld í Moskvu. Hann sagðist efast um að kerfið væri til að verja Vesturveldin gegn árásum frá Íran.

"Greining okkar sýnir að staðsetning radarstöðvar í Tékklandi og eldflaugaeyðingarkerfi í Póllandi sé ógn við okkur," sagði undirforinginn Vladimir Popovkin, sem er yfir geimflaugakerfi Rússa.

Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sagði í gær að Pólverjar og Tékkar ætluðu að hefja nánari viðræður við Bandaríkjamenn um að leyfa staðsetningu eldflaugavarnarkerfis á sínu landsvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×