Erlent

Blæjustúlkur á forsíðu

Nýtt tímarit fyrir stúlkur sem eru stoltar af blæjunni.
Nýtt tímarit fyrir stúlkur sem eru stoltar af blæjunni. MYND/af heimasíðu tímaritsins
Múslimastúlkur í Bandaríkjunum hafa nú fengið glanstímarit þar sem blæjuburður er skilyrði fyrir því að komast á forsíðuna. Muslim Girl Magazine miðar, eins og nafnið gefur til kynna, á múslimskar táningsstúlkur sem markhóp. Reynslusögurnar í tímaritinu lúta flestar að því hvernig er að vera múslimi í Bandaríkjunum í dag.

Lesendur tímaritsins geta síðan tekið þátt í samkeppni til að komast á forsíðuna og segja sögu sína í blaðinu. Fyrsta upplag blaðsins er 25 þúsund eintök en áætlað er að um 400 þúsund múslimastúlkur á táningsaldri búi í Bandaríkjunum.

Nánari upplýsingar um blaðið og efni þess er að finna á heimasíðu Muslim Girl Magazine.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×