Erlent

Mega bera kross um hálsinn

Starfsmönnum British Airways er nú aftur heimilt að bera kross eða önnur trúartákn í keðju um hálsinn utan klæða. Áður máttu krossar ekki sjást, jafnvel þó að höfuðblæjur múslimakvenna og túrbanar hafi verið leyfilegir.

Nadia Eweida, sem vann í innritun flugfélagsins á Heathrow, var vikið frá störfum og hefur verið í launalausu leyfi frá því í september síðastliðnum eftir að hún þrjóskaðist við að bera kross sinn þar sem hann sást en ekki innan klæða.

Hún fagnar ákvörðun BA og segist í viðtali við BBC ætla að taka til starfa á ný eins og ekkert hafi í skorist. "Mannorð mitt hefur verið hreinsað. Ég hef þjáðst fyrir trú mína."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×