Legígræðsla undirbúin 17. janúar 2007 19:15 Hópur lækna í New York undirbýr nú það vandaverk að græða leg úr látinni konu í aðra lifandi. Tækist það gæti legþeginn mögulega alið barn. Einu sinni áður hefur verið reynt að græða leg í konu og það var í Sádí-Arabíu árið 2000. Legið í því tilviki kom úr lifandi konu. Líkami þegans hafnaði leginu þremur dögum eftir ígræðslu. Takist læknunum í New York ætlunarverk sitt mun það færa fjölmörgum konum víða um heim von um að ala barn þrátt fyrir að hafa misst legið. Giuseppe Del Priore er skurðlæknir sem kemur að verkefninu. Hann segir það reynslu sínar að margar konur hafi misst fósturlegið vegna krabbameinsmeðferðar. Fjölmargar konur á barnseignaraldri hafi víða um heim greinst með krabbamein í leghálsi sem sé nærri allta meðhöndlað á þann hátt að legið er fjarlægt eða þá að öðrum ráðum er beitt sem koma í veg fyrir að þessar konur geti alið barn. Græða þarf legið í þegann innan 12 tíma frá því að það er fjarlægt úr látinni konu. Gengi ígræðslan upp yrði frosnum fósturvísi, sem hefði verið tekinn áður úr líkama legþegans, komið fyrir í nýja leginu. Barnið yrði síðan tekið með keisaraskurði og legið síðan fjarlægt til að minnka hættu á að því verði hafnað eftir meðgönguna. Del Priore leggur áherslu á að fyrstu ígræðslunni myndi fylgja töluverð áhætta. Ekki eigi að taka þessu sem léttu læknisverki. Þeir sem komi að þessu verki hafi varið tíu árum og tugþúsund klukkustunda til að tryggja að aðgerðin verði eins örugg og hægt sé. Sú kona sem á endanum gangist fyrst undir ígræðslu þurfi að vera meðvituð um hættuna. Meðal þess sem huga þarf að er sú hætta að líkami þega hafni legi eftir að meðganga er hafin. Þrátt fyrir það hafa fjölmargar konur hafa samband við sjúkrahúsið þar sem aðgerðin yrði framkvæmd og eru á bilinu 40 til 50 þeirra nú í rannsóknum til að meta hverjar þeirra komi til greina. Erlent Fréttir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Hópur lækna í New York undirbýr nú það vandaverk að græða leg úr látinni konu í aðra lifandi. Tækist það gæti legþeginn mögulega alið barn. Einu sinni áður hefur verið reynt að græða leg í konu og það var í Sádí-Arabíu árið 2000. Legið í því tilviki kom úr lifandi konu. Líkami þegans hafnaði leginu þremur dögum eftir ígræðslu. Takist læknunum í New York ætlunarverk sitt mun það færa fjölmörgum konum víða um heim von um að ala barn þrátt fyrir að hafa misst legið. Giuseppe Del Priore er skurðlæknir sem kemur að verkefninu. Hann segir það reynslu sínar að margar konur hafi misst fósturlegið vegna krabbameinsmeðferðar. Fjölmargar konur á barnseignaraldri hafi víða um heim greinst með krabbamein í leghálsi sem sé nærri allta meðhöndlað á þann hátt að legið er fjarlægt eða þá að öðrum ráðum er beitt sem koma í veg fyrir að þessar konur geti alið barn. Græða þarf legið í þegann innan 12 tíma frá því að það er fjarlægt úr látinni konu. Gengi ígræðslan upp yrði frosnum fósturvísi, sem hefði verið tekinn áður úr líkama legþegans, komið fyrir í nýja leginu. Barnið yrði síðan tekið með keisaraskurði og legið síðan fjarlægt til að minnka hættu á að því verði hafnað eftir meðgönguna. Del Priore leggur áherslu á að fyrstu ígræðslunni myndi fylgja töluverð áhætta. Ekki eigi að taka þessu sem léttu læknisverki. Þeir sem komi að þessu verki hafi varið tíu árum og tugþúsund klukkustunda til að tryggja að aðgerðin verði eins örugg og hægt sé. Sú kona sem á endanum gangist fyrst undir ígræðslu þurfi að vera meðvituð um hættuna. Meðal þess sem huga þarf að er sú hætta að líkami þega hafni legi eftir að meðganga er hafin. Þrátt fyrir það hafa fjölmargar konur hafa samband við sjúkrahúsið þar sem aðgerðin yrði framkvæmd og eru á bilinu 40 til 50 þeirra nú í rannsóknum til að meta hverjar þeirra komi til greina.
Erlent Fréttir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira