Komst heim eftir rúm 30 ár í gíslingu 17. janúar 2007 18:45 Tæplega sjötugur fiskimaður kom til síns heima í Suður-Kóreu í gær eftir rúmlega 30 ára gíslingu í Norður-Kóreu. Hann segir dvalarstað sinn þar hafa verið þröngt afmarkaðan og á stundum hafi hann einvörðungu haft gras til næringar. Það var árið 1975 sem kommúnistarnir í norðri rændu Choi Wook-il þegar fiskibátur hans var stöðvaður undan austurstönd Suður-Kóreu. Choi er úr hópi hátt í 500 almennra Suður-Kóreumanna sem talið er að Norður-Kóreumenn hafi rænt á síðustu öld. Auk þess telja ráðamenn í Seoul að Norður-Kóreumenn hafi rænt mörg hundruð suður-kóreskum hermönnum í Kóreustríðinu 1950 til 1953. 500 þeirra eru sagðir enn á lífi í Norður-Kóreu. Ráðamenn í Pyongyang segja enga stríðsfanga í haldi hjá þeim og segja almenna borgara hafa komið sjálfviljuga til Norður-Kóreu. Choi, sem er 67 ára, reyndi hvað hann gat til að flýja síðustu 10 árin og tókst að koma sér til Kína í síðasta mánuði. Þar dvaldi hann í húsi ræðismanns Suður-Kóreu þar til hann gat haldið heim. Fjölskylda Chois tók honum opnum örmum á flugvellinum í Incheon í gær. Þar sagði Choi fréttamönnum að dvölin hefði verið helvíti líkust. Hann hafi unnið þar til hann stóð ekki lengur í fæturna og þurft að búa á afgirtu svæði alla daga. Matur hafi ekki verið nægur og ekki næg föt til skiptanna. Þegar verst hafi verið hafi hann þurft að bíta gras til að draga fram lífið. Suður-Kóreumenn hafa gagnrýnt ráðamenn í heimalandinu fyrir að reyna ekki hvað þeir geti til að frelsa landa sína nú þegar þíða væri í samskiptum þjóðanna eftir leiðtogafund árið 2000. Á blaðamannafundi Seoul sagði Cho Jung-pyo, vara-utanríkisráðherra að allt yrði reynt til að tryggja lausn þeirra sem enn væru í haldi. Allt hefði verið gert til hjálpar Choi þegar hann kom til Kína. Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Tæplega sjötugur fiskimaður kom til síns heima í Suður-Kóreu í gær eftir rúmlega 30 ára gíslingu í Norður-Kóreu. Hann segir dvalarstað sinn þar hafa verið þröngt afmarkaðan og á stundum hafi hann einvörðungu haft gras til næringar. Það var árið 1975 sem kommúnistarnir í norðri rændu Choi Wook-il þegar fiskibátur hans var stöðvaður undan austurstönd Suður-Kóreu. Choi er úr hópi hátt í 500 almennra Suður-Kóreumanna sem talið er að Norður-Kóreumenn hafi rænt á síðustu öld. Auk þess telja ráðamenn í Seoul að Norður-Kóreumenn hafi rænt mörg hundruð suður-kóreskum hermönnum í Kóreustríðinu 1950 til 1953. 500 þeirra eru sagðir enn á lífi í Norður-Kóreu. Ráðamenn í Pyongyang segja enga stríðsfanga í haldi hjá þeim og segja almenna borgara hafa komið sjálfviljuga til Norður-Kóreu. Choi, sem er 67 ára, reyndi hvað hann gat til að flýja síðustu 10 árin og tókst að koma sér til Kína í síðasta mánuði. Þar dvaldi hann í húsi ræðismanns Suður-Kóreu þar til hann gat haldið heim. Fjölskylda Chois tók honum opnum örmum á flugvellinum í Incheon í gær. Þar sagði Choi fréttamönnum að dvölin hefði verið helvíti líkust. Hann hafi unnið þar til hann stóð ekki lengur í fæturna og þurft að búa á afgirtu svæði alla daga. Matur hafi ekki verið nægur og ekki næg föt til skiptanna. Þegar verst hafi verið hafi hann þurft að bíta gras til að draga fram lífið. Suður-Kóreumenn hafa gagnrýnt ráðamenn í heimalandinu fyrir að reyna ekki hvað þeir geti til að frelsa landa sína nú þegar þíða væri í samskiptum þjóðanna eftir leiðtogafund árið 2000. Á blaðamannafundi Seoul sagði Cho Jung-pyo, vara-utanríkisráðherra að allt yrði reynt til að tryggja lausn þeirra sem enn væru í haldi. Allt hefði verið gert til hjálpar Choi þegar hann kom til Kína.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira