Erlent

Mikill viðbúnaður vegna réttarhalda yfir ræningjum í Gautaborg

Mikill viðbúnaður hefur verið við dómhúsið í Gautaborg undanfarna daga þar sem staðið hafa yfir réttarhöld vegna ráns sem framið var á flugvellinum í Gautaborg í mars í fyrra. Átta manns eru ákærðir í málinu.

Þann 7. mars í fyrra óku fjórir menn í gengum girðingu á flugvellinum á stolnum jeppa og rændu peningaflutningabíl vopnaðir vélbyssum. Alls komust þeir á brott með um 80 milljónir íslenskra króna en fjármuninirnir hafa aldrei fundist. Fram kemur á vef sænska ríkisútvarpsins að við réttarhöldin þurfi blaðamenn og áheyrendur að fara í gegnum málmleitartæki en auk þess eru vopnaðir verðir í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×