Erlent

Hryðjuverkamaður enn á lífi

Eitt helsta skotmark Bandaríkjamanna í sprengjuárás í Sómalíu á mánudag er enn á lífi að því er BBC segir frá. Fazul Abdullah Mohammed, sem tilheyrir Al Kaída samtökunum, var sagður hafa látist í sprengjuárásinni á mánudaginn en sendiherra Bandaríkjamanna sagði í dag að hann væri enn á lífi. Mohammed er talinn hafa átt þátt í sprengjuárásum á bandarísk sendiráð í Afríku árið 1998.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×