Erlent

Apple sakað um að hafa stolið vörumerkinu iPhone

Steve Jobs, stjórnarformaður Apple, með nýja iPhone-símann.
Steve Jobs, stjórnarformaður Apple, með nýja iPhone-símann.

Bandaríska tæknifyrirtækið Cisco Systems hefur höfðað mál á hendur Apple og sakar það um að hafa stolið vörumerkinu iPhone. Apple kynnti í fyrra dag fyrsta farsímann sem fyrirtækið hefur hannað undir þessu nafni en Cisco segist hafa átt vörumerkið iPhone frá árinu 2000.

Þessu hafna forsvarsmenn Apple og segja málaferli Cisco kjánaleg í ljósi þess að nokkur fyrirtæki noti nú þegar nafnið í tengslum við annars konar tækni en Apple sé það fyrsta til að nota það á farsíma.

Varaforseti Cisco segir fyrirtækin hafa átt í samningaviðræðum um að Apple fengi að nota nafnið en að þær hafi siglt í strand. Því eigi fyrirtækið ekki annars úrkosti en að fara með málið fyrir dómstóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×