Erlent

Olía aftur byrjuð að streyma frá Rússlandi til Mið-Evrópu

Frá dælustöð Druzhba-leiðslunnar í Þýskalandi.
Frá dælustöð Druzhba-leiðslunnar í Þýskalandi. MYND/AP

Olía er aftur byrjuð að streyma frá Rússlandi til Austur og Mið-Evrópu eftir að Rússar og Hvít-Rússar komust að samkomulagi í gær í olíudeilu sinni.

Rússar stöðvuðu dælingu á olíu um Druzhba-olíuleiðsluna á mánudag og sökuðu Hvít-Rússa um að stela olíu úr henni eftir að hafa hækkað olíuverð til landsins. Í hefndarskyni tóku Hvít-Rússar upp gjald fyrir flutning olíunnar um Hvíta-Rússland til Evrópu en drógu það til baka í gær, meðal annars eftir þrýsting frá Evrópusambandinu.

Samningar milli Rússa og Hvít-Rússa tókust svo í gærkvöld og greindi forstjóri rússneska fyrirtækisins sem á leiðsluna að dæling á olíu væri þegar hafin til meðal annars Póllands, Þýskalands, Slóvakíu og Tékklands þar sem olían er meðal annars nýtt til húshitunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×