Erlent

Unglingspiltur lést eftir að hafa greinst með fuglaflensu

Ótti hefur aukist á svæðinu eftir að Kínverjar tilkynntu fyrir skömmu um fyrst tilfellið í mánuði þar sem maður greinist með fuglaflensu.
Ótti hefur aukist á svæðinu eftir að Kínverjar tilkynntu fyrir skömmu um fyrst tilfellið í mánuði þar sem maður greinist með fuglaflensu. MYND/AP

Fjórtán ára piltur er sá fyrsti sem lætur lífið í Indónesíu á nýju ári eftir að hafa greinst með fuglaflensu. Stjórnvöld í Jakartar höfðu vonast til að búið væri að útrýma flensunni.

Ótti hefur aukist á svæðinu eftir að Kínverjar tilkynntu fyrir skömmu um fyrst tilfellið í mánuði þar sem maður greinist með fuglaflensu. Ekkert bendir þó til að vírusinn smitist auðveldlega milli manna. Dauðir kjúklingar fundust nýlega á svæðinu þar sem unglingspilturinn dó og bendir það til þess að hann hafi komist í tæri við sýkt dýr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×