Erlent

Reynt að draga úr gróðurhúsaáhrifum

Evrópusambandið ætlar í dag að kynna nýjar tillögur sambandsins sem lúta að orkumálum og loftlagsbreytingum. Tillögunum er ætlað að reyna að draga úr gróðurhúsaáhrifum og háu orkuverði.

Á sama tíma má merkja áhrif loftlagsbreytinga víða um Evrópu. Veturinn hefur verið óvenju hlýr og hefur það haft mikil áhrif á skíðasvæði þar sem víða vantar enn mikinn snjó. Þannig óttast yfirmenn skíðasvæðisins í Valdesqui, í nágrenni Madrídar á Spáni, að árið í ár verði eitt það versta í sögu svæðisins en enn hefur ekki tekist að opna svæðið vegna skorts á snjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×