Erlent

Bandaríkjamenn gera nýjar árásir í Sómalíu

Herflugvél af gerðinni AC-130 en slík vél var notuð í árásinni í gær.
Herflugvél af gerðinni AC-130 en slík vél var notuð í árásinni í gær. MYND/AP

Bandaríkjamenn gerðu aftur í morgun loftárásir á þorp í suðurhluta Sómalíu þar sem talið er að al-Kaídaliðar hafist við. Stjórnvöld í Sómalíu hafa staðfest að loftárásir hafi verið gerðar en ekki viljað tjá sig um málið að öðru leyti.

Bandaríkjamenn telja al-Kaídaliðina sem hafast við í þorpinu bera ábyrgð á sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjamanna fyrir átta árum. Talið er að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna í Austur-Afríku hafi verið í þeirra hópi en óvíst að hann hafi fallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×