Erlent

Áhrifa olíudeilu Rússa og Hvít-Rússa tekið að gæta

Hvít-Rússar og Rússar hafa átt í deilum um skeið um olíu- og gasverð Rússa.
Hvít-Rússar og Rússar hafa átt í deilum um skeið um olíu- og gasverð Rússa. MYND/AP

Olíudeila Rússa og Hvít-Rússa er farin að hafa áhrif á olíuflutninga Rússa til Þýskalands og Austur-Evrópu þrátt fyrir að aðeins séu tveir dagar síðan að Rússar lokuðu leiðslunum.

Rússar skrúfuðu fyrir olíuflutninga í leiðslu sem liggur um Hvíta-Rússland en þeir saka Hvít-Rússa um að stela olíu. Hvít-Rússar og Rússar hafa átt í deilum um skeið um olíu- og gasverð Rússa. Evrópusambandið hefur boðið Rússum til viðræðna um olíuflutningana. Sambandið vill með því gera tilraun til að leysa þá deilu sem uppi er og leitt hefur til þess að skrúfað hefur verið fyrir olíuflutninga til ýmissa ríkja í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×