Erlent

Rostungurinn Sjókrókur gerir armbeygjur

Dýrin í Sjávargarðinum í San Diego í Kaliforníu í Bandaríkjunum byrja árið líkt og margt mannfólkið á því að reyna að koma sér í form.

Þannig hefur ein af stjörnum garðsins rostungurinn Sjókrókur verið duglegur við að gera armbeygjur og uppsetur með þjálfara sínum síðustu dagana. Þrátt fyrir að vera þungur á sér er ótrúlegt hversu öflugur hann er. Hann er ekki sá eini sem er í aðhaldi því mataræði svínanna í garðinum hefur verið breytt og ferskir ávextir eru nú meðal þess sem þau fá á hverjum degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×