Erlent

Ný hernaðaráætlun Bush

Hermenn í Írak
Hermenn í Írak

Bush ætlar í dag að kynna nýja hernaðaráætlun Bandaríkjahers í Írak. Talið er að á meðal þess sem Bush tilkynnir í dag sé fjölgun hermanna um tuttugu þúsund í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Þannig hafa hermenn á Fort Riley herstöðinni í Kansas verið þjálfaðir undanfarna daga, til Íraksfarar. Margir þeirra munu að líkindum fljúga þangað á næstu dögum.

Nancy Peloci, nýr forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í sjónvarpsviðtali fyrr í vikunni að það væri langt því frá að Bush fengi óútfyllta ávísun til að gera hvað sem hann vildi í stríðinu í Írak. Bush gæti því lent í erfiðleikum með að fá nýju hernaðaráætlunina samþykkta í þinginu. Bush ætlar að kynna hana í ávarpi sem sjónvarpað verður í Bandaríkjunum klukkan tvö eftir miðnætti að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×