Enski boltinn

Stjórnarformaður Bolton ósáttur við Benitez

Benitez er ekki eini stjórinn á Englandi sem gagnrýnir leikstíl Bolton
Benitez er ekki eini stjórinn á Englandi sem gagnrýnir leikstíl Bolton NordicPhotos/GettyImages

Phil Gartside, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins Bolton, hefur sent enska knattspyrnusambandinu athugasemdir sínar við ummæli Rafa Benitez fyrir leik Bolton og Liverpool á nýársdag. Knattspyrnustjóri Liverpool sagði þá að Bolton kæmist aldrei upp með að spila jafn fast og það gerir ef liðið væri í spænsku deildinni.

"Hvert einasta fasta leikatriði, hornspyrna, innkast og aukaspyrna - yrði dæmt af Bolton vegna brota leikmanna þeirra ef liðið væri að leika á Spáni. Dómarar þar myndu aldrei leyfa svona fastan leik, en á Englandi komast þeir upp með að spila svona," sagði Benitez.

Gartside blæs á þessi ummæli Benitez og bendir á að Bolton sé eitt stöðugasta liðið í ensku úrvalsdeildinni síðustu ár og hvetur enska knattspyrnusambandið til að skerast í leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×