Erlent

Bandaríkjaher gerði loftárásir á þorp í Sómalíu

Mynd af AC-130 flugvél Bandaríkjahers en hún er sömu tegundar og notuð var í nótt.
Mynd af AC-130 flugvél Bandaríkjahers en hún er sömu tegundar og notuð var í nótt. MYND/AP

Bandaríkjaher gerði í nótt loftárásir á þorp í Sómalíu þar sem meintir meðlimir Al-Kaída samtakanna höfuðst við. Þorpið er í suðurhluta Sómalíu og vitað er að einhverjir létu lífið í árásinni en tala látinna hefur ekki verið staðfest. Stjórnvöld í Bandaríkjunum telja að meðlimir Al-Kaída, sem ábyrgir eru fyrir sprengjuárás á bandarísk sendiráð í Austur-Afríku árið 1998, hafi hafst við í Sómalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×