Erlent

Olmert í heimsókn í Kína

Ehud Olmert við komuna til Kína.
Ehud Olmert við komuna til Kína. MYND/AP

Ehud Olmert, forseti Ísraels, hóf þriggja daga opinbera heimsókn sína til Kína í dag. Tilgangur hennar er að að efla efnahagsleg- og hernaðarleg bönd ríkjanna.

Talið er að Olmert muni í heimsókn sinni ræða kjarnorkuáform Írana en Olmert fundar meðal annars með Hu Jintao forseta Kína. Fimmtán ár eru síðan að komið var á stjórnmálasambandi milli landanna tveggja en samskipti þeirra hafa oft einkennst af nokkurri spennu. Þannig hurfu Ísraelar frá fyrirhugaðri sölu á flugvél til Kínverja árið 2000 eftir þrýsting frá Bandaríkjamönnum. Á móti komu Kínverjar Ísraelum í mikið uppnám á síðasta ári þegar þeir buðu utanríkisráðherra Palestínu, eins æðsta yfirmanns Hamas-samtakanna, á ráðstefnu sem haldin var í Peking höfuðborg Kína




Fleiri fréttir

Sjá meira


×