Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon er látinn 7. janúar 2007 22:03 Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon lést 77 ára að aldri. Sjónvarpsmaðurinn góðkunni Magnús Magnússon er látinn, 77 ára að aldri. Hann greindist með krabbamein í fyrra. Magnús vann hjá breska sjónvarpinu BBC í tæp 40 ár. Þó að hann hefði alist upp í Skotlandi og átt heima þar alla ævi þá hélt hann íslenskum ríkisborgararétti og ferðaðist oft til Íslands. Mark Thompson forstjóri BBC sagði um Magnús: "Fyrir milljónir áhorfenda þá var Magnús Magnússon hin eina sanna rödd og andlit BBC. Hugsanir okkar eru hjá fjölskyldu hans og allir hjá BBC sameinast þeim í söknuði." Magnús Magnússon fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Sigursteins Magnússonar og Ingibjargar Sigurðardóttur. Hann flutti með foreldrum sínum til Skotlands aðeins níu mánaða að aldri. Hann stundaði framhaldsnám í íslenskum fornbókmenntum í Oxford og Kaupmannahöfn. Magnús gekk til liðs við BBC árið 1964 sem þulur Tonight þáttarins. Hann stjórnaði spurningaþættinum Mastermind í 25 ár frá 1972 til 1997. Meðfram reglubundinni þáttargerð vann hann að sjónvarpsþáttum um sögu og fornleifafræði, meðal annars yfirgripsmiklum þáttum um víkingana. Magnús fékk heiðursverðlaun íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar árið 2002 fyrir farsælt starf að dagskrárgerð fyrir sjónvarp í 40 ár. Hann varð rektor Caledónian háskólans í Glasgow árið 2002. Magnús lætur eftir sig fjögur uppkomin börn. Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn góðkunni Magnús Magnússon er látinn, 77 ára að aldri. Hann greindist með krabbamein í fyrra. Magnús vann hjá breska sjónvarpinu BBC í tæp 40 ár. Þó að hann hefði alist upp í Skotlandi og átt heima þar alla ævi þá hélt hann íslenskum ríkisborgararétti og ferðaðist oft til Íslands. Mark Thompson forstjóri BBC sagði um Magnús: "Fyrir milljónir áhorfenda þá var Magnús Magnússon hin eina sanna rödd og andlit BBC. Hugsanir okkar eru hjá fjölskyldu hans og allir hjá BBC sameinast þeim í söknuði." Magnús Magnússon fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Sigursteins Magnússonar og Ingibjargar Sigurðardóttur. Hann flutti með foreldrum sínum til Skotlands aðeins níu mánaða að aldri. Hann stundaði framhaldsnám í íslenskum fornbókmenntum í Oxford og Kaupmannahöfn. Magnús gekk til liðs við BBC árið 1964 sem þulur Tonight þáttarins. Hann stjórnaði spurningaþættinum Mastermind í 25 ár frá 1972 til 1997. Meðfram reglubundinni þáttargerð vann hann að sjónvarpsþáttum um sögu og fornleifafræði, meðal annars yfirgripsmiklum þáttum um víkingana. Magnús fékk heiðursverðlaun íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar árið 2002 fyrir farsælt starf að dagskrárgerð fyrir sjónvarp í 40 ár. Hann varð rektor Caledónian háskólans í Glasgow árið 2002. Magnús lætur eftir sig fjögur uppkomin börn.
Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira