Erlent

Leitarsvæðið stækkað

Flogið yfir Sulawesi-eyju og svipast um eftir flugvélinni.
Flogið yfir Sulawesi-eyju og svipast um eftir flugvélinni. MYND/AP

Yfirvöld á Indónesíu hafa stækkað leitarsvæðið í kringum Sulawesi-eyju þar sem leitað er að flugvél sem hvarf í óveðri á nýársdag. Hundrað og tólf manns voru um borð í flugvélinni þegar hún hvarf. Neyðarkall barst frá vélinni en engar vísbendingar eru um að vélarbilun hafi orðið. Flugvélin var á leið á milli indónesísku eyjanna Jövu og Sulawesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×