Erlent

Börðust við eld í miðborg Stokkhólms

Slökkviliðið í Stokkhólmi barðist í nótt og í morgun við eld sem kom upp í húsi í miðborginni. Rýma þurfti nærliggjandi hús og hótel vegna ótta við að eldurinn bærist í þau og þá var götum í kring lokað á meðan á slökkvistarfi stóð.

Um 50 slökkviliðsmenn börðust við eldinn sem var mestur í á efstu hæðum hússins og í þaki þess en það gerði slökkvistarfið erfiðara. Fram kemur á vef Dagens Nyheter að slökkvistarfi sé nú lokið og að búið sé að opna nærliggjandi götur. Engan sakaði í brunanum og ekki liggur fyrir hvers vegna hann kviknaði.

Innan við mánuður er síðan slökkvilið barðist við mikinn eld í miðborg Stokkhólms en hann kviknaði í fjölbýlishúsi í Gamla Stan, elsta hluta Stokkhólmsborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×