Erlent

Gengur vel í Írak

MYND/Getty
Árangur þess að fjölga í herlilði Bandaríkjamanna í Írak er að mestu í samræmi við markmið. Þetta sagði yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Írak, hershöfðinginn David Petraeus, í skýrslu um framvindu stríðsins í landinu sem hann kynnti fyrir Bandaríkjaþingi í dag.

Metfjöldi bandarískra hermanna er nú í Írak, en þeir eru nú 168 þúsund, eftir að þeim var fjölgað um þrjátíu þúsund á bilinu febrúar til júní.

Petraeus sagði að fækka mætti hermönnum um allt að þrjátíu þúsund fyrir næsta sumar án þess að það ógnaði öryggisástandinu í Írak.

Hann sagði árángur af fjölguninni góðan. ,,Öryggisatvikum", sem hann kallaði svo, hefði fækkað til muna og að færri óbreyttir borgarar hefðu látist á tímabilinu en áður.

Þá sagði hann að þó að ástandið í Írak væri flókið og erfitt væri það vel mögulegt að ná markmiðum hersins, en það yrði hvorki fljótlegt né auðvelt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×