Erlent

Flugumferð á Jótlandi í eðlilegt horf

Flugumferð til og frá Jótlandi er komin í eðlilegt horf á nýjan leik eftir að flugvél frá SAS flugfélaginu hlekktist á í lendingu á flugvellinum í Álaborg í gær. Rannsóknanefnd flugslysa hóf rannsókn á óhappinu í gær og hefur vélin verið flutt af flugbrautinni.

Annað afturhjól vélarinnar brotnaði af við lendingu og voru ellefu farþegar fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. Þá hafa 69 farþegar sem voru um borð þegið boð um áfallahjálp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×