Gerry McCann, faðir Madeleine McCann sem rænt var í Portúgal í maí, var rændur í London. Hann fór til London til að funda um áframhaldandi leit að dóttur sinni. Þegar hann var nýkominn var veskinu hans rænt, sem varð til þess að hann mætti of seint á fundina.
Í fluginu til London var McCann kallaður til aðstoðar eftir að maður veiktist alvarlega í flugvélinni. Maðurinn var það illa veikur að McCann þurfti að vera honum til aðstoðar allt flugið, eða þar til að sjúkrabíll sótti sjúklinginn á flugvöllinn.
„Vegna þess að veskinu var rænt, mætti ég of seint á fundina," sagði McCann. Hann sagðist þó vera ánægður með útkomu fundanna sem hann var á, og sagðist hafa átt góðar samræður um áframhaldandi leit að Madeleine.
