Enski boltinn

Crouch vill alls ekki fara frá Liverpool

Peter Crouch segist ekki vilja fara frá Liverpool
Peter Crouch segist ekki vilja fara frá Liverpool NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn leggjalangi Peter Crouch hjá Liverpool segist alls ekki vilja fara frá Liverpool nema knattspyrnustjórinn Rafa Benitez óski þess sérstaklega. Orðrómur hefur verið uppi um það síðustu vikur að Crouch muni fara frá félaginu í janúar.

"Ég hef heyrt sögusagnir um að ég sé á leið frá félaginu en ég vil að það komi skýrt fram að ég er mjög ánægður hjá liðinu og vil ekki fara héðan. Ég vil vera í herbúðum liðsins svo lengi sem knattspyrnustjórinn vill hafa mig og þessar vangaveltur í fjölmiðlum eru bara til marks um það að ég þarf að halda áfram að sanna mig. Maður verður alltaf að nýta þau tækifæri sem maður fær og enginn leikmaður sleppur alveg við svona lagað," sagði Crouch.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×