Erlent

Uppreisnarmennirnir segjast munu snúa aftur

MYND/AP

Sómalsku uppreisnarmennirnir í Íslamska dómstólaráðinu hótuðu síðdegis að þeir myndu snúa aftur og halda áfram baráttunni við stjórnarherinn. Uppreisnarmennirnir þverneita að þiggja boð stjórnarinnar um uppgjöf saka í skiptum fyrir að uppreisnarmennirnir skili vopnum sínum.

Uppreisnarmennirnir flúðu flestir til Kenía, eftir tveggja vikna stríð, þar sem stjórnarherinn, með fulltingi eþíópískra hermanna, rak uppreisnarmennina burt frá öllum þeim stöðum sem þeir höfðu sölsað undir sig.

Abdirahim Ali Mudey, talsmaður íslamistanna, sagði við Reuters-fréttastofuna í dag að: "ef heimurinn heldur að við séum dauðir, þá ættu þeir að vita að við erum enn á lífi. Við munu rísa úr öskunni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×